Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
75. fundur 20. nóvember 2018 kl. 08:10 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005

Lagt fram kynningarbréf Votlendissjóðs með hugmyndum um endurheimt votlendis. Einnig lögð fram aðgerðaráætlun í lofslagsmálum frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum tæknideildar að hefja vinnu að aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum.

2.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun við skipulag svæðisins.
Lagt fram til kynningar.

3.Fráveita og umhverfi - 2018110004

Umræður um fráveitumál Ísafjarðarbæjar.
Rætt um úttekt Verkís á fráveitumálum í Ísafjarðarbæ frá 18. desember 2017.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?