Umhverfis- og framkvæmdanefnd

74. fundur 06. nóvember 2018 kl. 08:10 - 09:08 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Magnús Einar Magnússon mætti ekki til fundar og enginn í hans stað.

1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Umhverfisfulltrúi upplýsti umhverfis- og framkvæmdanefnd um stöðu mála og fulltrúi Gámaþjónustu Vestfjarða kom til fundar við nefndina.
Fram kom í máli umhverfisfulltrúa og fulltrúa Gámaþjónustu Vestfjarða að 3.190 kg af lífrænum úrgangi hafi komið úr fyrstu söfnun, en áætlanir gera ráð fyrir að á ári hverju safnist milli 90 og 170 tonn. Fyrsti jarðgerðargámurinn af sex er kominn á Funa og söfnun og úrvinnsla fer vel af stað.
Nefndin þakkar framkomnar upplýsingar.
Gunnar Árnason yfirgaf fundinn klukkan 9.35.

Gestir

  • Gunnar Árnason - mæting: 08:10

2.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Umræður um framtíðarskipulag verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir verkáætlun þriggja manna starfshóps um framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir fyrstu verkáætlunum og hugmyndum í kringum áramót.

3.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005

Umræður um mögulegar aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum.
Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman tillögur að aðgerðum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Fráveita og umhverfi - 2018110004

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 5. nóvember sl., um ábendingar til íbúa varðandi umgengni um fráveitukerfi sveitarfélagsins.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að kynna málið fyrir íbúum og fyrirtækjum á alþjóðlega salernisdeginum þann 19. nóvember.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?