Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Samþykkt um sorpmál - 2018080026
Kynntar tillögur heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis varðandi samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ. Tillögurnar voru samþykktar á 119. fundi nefndarinnar sem haldinn var föstudaginn 26. október.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögur heilbrigðisnefndar Vestfjarða og vísar samþykktinni til bæjarstjórnar.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Kynntar breytingar á gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2019.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðar breytingar og vísar gjaldskrá tjaldsvæðis til bæjarstjórnar.
3.Göngustígar 2019 - 2018060076
Lagðar fram athugasemdir hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, dags. 16. okt. 2019, vegna umræðu um göngustíga 2019.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar hverfisráði Holta-, Tungu-, og Seljalandshverfis fyrir innsendar athugasemdir. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að gera breytingar á áætlun um uppbyggingu göngustíga og fella út hugmyndir um stíg upp þjónustuveg í Kubba.
Fundi slitið - kl. 08:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?