Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
72. fundur 09. október 2018 kl. 08:10 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Tjarnarsvæði á Suðureyri - 2011030002

Lagðar fram þrjár tillögur um skipulag tjarnarsvæðisins á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur starfsmönnum tæknideildar að bera málið undir hverfisráð Súgandafjarðar til umsagnar og umræðu.

2.Hraðavaraskilti í Ísafjarðarbæ - 2010120030

Lagðar fram upplýsingar frá Ralf Trylla umhverfisfulltrúa um hraðavaraskilti sem setja á upp í sveitarfélaginu. Til stendur að setja upp skilti við strætóstoppistöð á Pollgötu á Ísafirði, við gatnamót Sætúns og Súgandafjarðarvegs við Suðureyri, við lónið fyrir utan Flateyri og við Fjarðargötu 64 á Þingeyri. Þá eru uppi hugmyndir um að Ísafjarðarbær kaupi færanlegt hraðavaraskilti og noti það eftir þörfum á ólíkum stöðum.
Lagt fram til kynningar. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina. Þá leggur nefndin til að gert verði ráð fyrir kaupum á færanlegu skilti á fjárhagsáætlun 2019.

3.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Kynntar tillögur Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur um skipun starfshóps um skipulag útivistasvæða í Tungudal, Dagverðardal og Seljalandsdal.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að starfshópurinn verði skipaður í samræmi við tillögurnar. Samkvæmt þeim verður hópurinn skipaður formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar, byggingarfulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

4.Ósk um leyfi til losunar á óvirkum úrgangi - 2018100004

Lagt fram bréf Karls Ásgeirssonar f.h. Skagans 3X á Ísafirði, dags. 28. september, þar sem óskað er eftir 10 ára leyfi til að losa óvirkan úrgang, n.t.t. sand og glersalla, sem fellur til við framleiðslu fyrirtækisins.
Nefndin veitir leyfi til losunar í 10 ár í samræmi við verðskrá og fyrirkomulag förgunar á óvirkum úrgangi hverju sinni.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?