Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
71. fundur 25. september 2018 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2019 - 2018030083

Kynnt drög að gjaldskrá næsta árs fyrir sorphirðu og -förgun, hundahald, kattahald og tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að gjaldskrár fylgi áætlaðri verðlagsþróun næsta árs. Gjaldskrá tjaldsvæða hækki ekki í ár, þar sem gjaldliðir hennar standa á heilu hundraði.

2.Samþykkt um sorpmál - 2018080026

Lögð fram lokadrög nýrrar samþykktar um sorpmál. Helstu breytingar varða sorphirðu einstaklinga og fyrirtækja í dreifbýli.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um sorpmál verði samþykkt.

3.Göngustígar 2019 - 2018060076

Lagt fram minnisblað Ralf Trylla umhverfisfulltrúa, dags. 7. september 2018, um göngustígakerfi í Ísafjarðarbæ ásamt uppfærðri viðhaldsáætlun og flokkun göngustíga.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að óska eftir umsögnum hverfisráða Ísafjarðarbæjar um gögnin.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?