Umhverfis- og framkvæmdanefnd

68. fundur 10. júlí 2018 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ragnar Heiðar Sigtryggsson þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dagsett 27. júní sl., varðandi hönnun útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Leggja þeir til að hafist verði handa við skipulagningu/hönnun útvistarsvæða í Skutulsfirði með áherslu á Tungudal, Seljalandsdal og heiðarnar þar fyrir ofan.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júlí sl og vísaði verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og mun halda áfram vinnu við það á næsta fundi eftir sumarfrí.
Fylgiskjöl:

2.Gangstéttir 2019 - 2018060075

Lögð fram úttekt Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 28. júní 2018, á ástandi gangstétta í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1022. fundi sínum 2. júkí sl., og vísaði úttektinni til kynningar og umfjöllunar í hverfisráðum, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 verði miðað við að viðhald verði í Holtahverfi og á Þingeyri.

Einnig er lagt til að unnið verði að 3 ára áætlun um viðhaldsvinnu.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?