Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
66. fundur 22. maí 2018 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skógarafurðir - 2018050004

Lagður fram tölvupóstur dags. 26.4.2018 frá Bjarka Jónssyni eiganda Skógarafurða ehf. um mögulega endurnýtingu felldra trjáa á svæðinu.
Lagt fram til kynningar.

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Umræða um umferðaröryggi, vistgötur, hraðahindranir og fleira.
Nefndin felur tæknideild að kanna möguleika á uppsetningu skilta, hraðaljósa og annars sem gæti lækkað umferðarhraða á vissum stöðum í sveitarfélaginu.

3.Ýmislegt mál tæknideild 2018 - 2018050052

Kríuvarp í þéttbýli.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi greinir frá óánægju íbúa á Ísafirði með kríuvarp innan þéttbýlis í botni Skutulsfjarðar. Nefndin telur rétt að græða upp malarsvæði á Skeiði og felur tæknideild að kanna leiðir til þess.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?