Umhverfis- og framkvæmdanefnd

66. fundur 22. maí 2018 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skógarafurðir - 2018050004

Lagður fram tölvupóstur dags. 26.4.2018 frá Bjarka Jónssyni eiganda Skógarafurða ehf. um mögulega endurnýtingu felldra trjáa á svæðinu.
Lagt fram til kynningar.

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Umræða um umferðaröryggi, vistgötur, hraðahindranir og fleira.
Nefndin felur tæknideild að kanna möguleika á uppsetningu skilta, hraðaljósa og annars sem gæti lækkað umferðarhraða á vissum stöðum í sveitarfélaginu.

3.Ýmislegt mál tæknideild 2018 - 2018050052

Kríuvarp í þéttbýli.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi greinir frá óánægju íbúa á Ísafirði með kríuvarp innan þéttbýlis í botni Skutulsfjarðar. Nefndin telur rétt að græða upp malarsvæði á Skeiði og felur tæknideild að kanna leiðir til þess.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?