Umhverfis- og framkvæmdanefnd

64. fundur 10. apríl 2018 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - eftirlit GV - 2018010004

Umræður um upplýsingabækling frá Gámaþjónustu Vestfjarða.
Rætt um upplýsingabækling frá Gámaþjónustu Vestfjarða sem er væntanlegur í dreifingu á næstunni. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að verkinu verði hraðað eins og kostur er.

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Fundur Ísafjarðarbæjar og lögreglustjóra varðandi vistgötur innanbæjar og annað tengt umferðaröryggi.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi ræddi um fund sinn með lögreglustjóra. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur honum að vinna málið áfram með það að markmiði að gera þröngar íbúðargötur í neðri bæ Ísafjarðar að vistgötum.

3.Dynjandi - skipulag o.fl. - 2016040074

Lagðir fram tölvupóstar dags. 21.3.2018 og 28.3.2018 frá Eddu Kristínu Eiríksdóttur, sérfræðingi Umhverfisstofnunar, um Dynjanda og stöðu framkvæmda vegna aukins álags.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir yfir óánægju með seinagang í nauðsynlegum framkvæmdum á Dynjanda og varar sterklega við frekari töfum sem geta orðið til að valda miklu tjóni á þessu ómetanlega svæði.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?