Umhverfis- og framkvæmdanefnd

63. fundur 20. mars 2018 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
  • Sólveig Bessa Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Umhverfisnefnd heimsótti Gámaþjónustu.
Umhverfisnefnd hitti forsvarsmenn Gámaþjónustunnar á fundi í aðstöðu félagsins þar sem farið var yfir helstu þætti samningsins og hvernig gengi að innleiða verkferla. Gámaþjónustan ráðgerir að gefa út kynningarefni vegna söfnunar á lífrænum úrgangi og moltunar. Ráðgert er að hefja söfnun á lífrænum úrgangi í júní. Nauðsynlegt er að halda áfram að hvetja íbúa til flokkunar á sorpi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?