Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004
Umhverfisnefnd heimsótti Gámaþjónustu.
Umhverfisnefnd hitti forsvarsmenn Gámaþjónustunnar á fundi í aðstöðu félagsins þar sem farið var yfir helstu þætti samningsins og hvernig gengi að innleiða verkferla. Gámaþjónustan ráðgerir að gefa út kynningarefni vegna söfnunar á lífrænum úrgangi og moltunar. Ráðgert er að hefja söfnun á lífrænum úrgangi í júní. Nauðsynlegt er að halda áfram að hvetja íbúa til flokkunar á sorpi.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?