Umhverfis- og framkvæmdanefnd

60. fundur 06. febrúar 2018 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gangstéttir 2018 - 2017090075

Lögð fram áætlun um viðhald gangstétta á árinu 2018.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða áætlun.

2.Vegvísar í þéttbýli - 2018020013

Umræður um vegvísa innanbæjar.
Rætt um nauðsyn á uppsetningu og uppfærslu vegvísa og skilta fyrir ferðamenn í Ísafjarðarbæ. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að gera áætlun um framkvæmdir og leggja fyrir nefndina.

3.Sorpmál á Ísafjarðarhöfn. - 2018020016

Lagð fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um sorp frá friðlandi Hornstranda.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að starfa með hafnarstjóra að úrbótum.

4.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lögð fram fyrirspurn Kristínar Hálfdánsdóttur varðandi úttekt á holræsismálum Ísafjarðarbæjar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Brynjari Þór Jónassyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að leggja skýrslu um úttekt fyrir næsta fund nefndarinnar. Einnig felur nefndin sviðsstjóra að skoða mögulega samnýtingu vegna fyrirhugaðrar lagningar háspennu- og hitaveitulagna meðfram Pollgötu.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?