Umhverfis- og framkvæmdanefnd

59. fundur 16. janúar 2018 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri, kynnir drög að skýrslu Verkís um frárennslislagnir í Ísafjarðarbæ.
Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Verkís og leggur til að farið verði í reglulegar sýnatökur á árinu.

2.Viðhaldsáætlun göngustíga - 2017040017

Viðhaldsáætlun göngustíga í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir framlagða viðhaldsáætlun.

3.Göngustígar 2018 - 2018010003

Umhverfisfulltrúi kynnir drög að áætlun um göngustígaframkvæmdir á árinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.

4.Vernd og endurheimt votlendis - 2017120017

Lagt fram bréf Árna Bragasonar landgræðslustjóra, dagsett 12. desember sl., um hlutverk sveitarfélaga í tengslum við endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi.
Erindið var tekið fyrir á 1000. fundi bæjarráðs 8. janúar sl. og vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram kemur í bréfinu.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?