Umhverfis- og framkvæmdanefnd

54. fundur 26. september 2017 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lagðar fram tillögur tæknideildar að framkvæmdum við göngustíga á árinu 2018.
Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á nauðsyn þess að við breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar á næsta ári verði reiknað með gerð göngustígs ofan Suðureyrar í samræmi við tillögur hverfisráðs.

2.Gangstéttir 2018 - 2017090075

Rætt um gangstéttaframkvæmdir á árinu 2018.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri fóru yfir mögulegar gangstéttaframkvæmdir á næsta ári.

3.Fráveita og rotþrær - samþykkt um fráveitu - 2016040069

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, upplýsti nefndina um stöðu fráveitumála.
Nefndin þakkar sviðsstjóra fyrir upplýsingar um framkvæmdir og frágang fráveitu við Seljaland.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?