Umhverfis- og framkvæmdanefnd

52. fundur 05. september 2017 kl. 08:00 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
  • Sólveig Bessa Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Ralf Trylla umhverfisfulltrúi lagði fram samanburð á fyrirkomulagi sorphirðu og upphæð sorpgjalda hjá níu sveitarfélögum á Íslandi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farin verði svonefnd leið 1 þegar sorphirða og -förgun verður boðin út, en ekki leið 2 eins og nefndin hafði áður lagt til. Helsti munurinn á leiðunum felst í fjölda sorphirðudaga.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?