Umhverfis- og framkvæmdanefnd

53. fundur 12. september 2017 kl. 08:00 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Lagðar fram breytingar á umhverfisstefnu skv. umræðum á síðasta fundi nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

2.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Lagt fram minnisblað frá Verkís dags. 06. júlí 2017 um hraðalækkandi aðgerðir.
Lagt fram til kynningar.

3.Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi - 2017080081

Lagt fram bréf Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, dagsett 24. ágúst sl., ásamt fjölritinu 'Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi'. Mikilvæg fuglasvæði er að finna í 65 af 74 sveitarfélögum landsins, og þar af nokkur í Ísafjarðarbæ:

Skeggi, Tóarfjall, Barði, Hrafnskálarnúpur, Sauðanes, Göltur og Öskubakur, Borgarey, Æðey, Vébjarnarnúpur, Grænahlíð, Ritur, Kögur, Kjalárnúpur, Hælavíkurbjarg, Hornbjarg, Smiðjuvíkurbjarg, Geirhólmur, Jökulfirðir og Hornstrandafriðland.
Lagt fram til kynningar.

4.Útivistarsvæði í Karlsárlundi - 2017090020

Lagt fram fyrir hönd Rotaryklúbbs Ísafjarðar, tölvupóstur og teikning dagsett 6.9.2017 frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur um útivistarsvæði í Karlsárlundi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framtaki Rotaryklúbbs Ísafjarðar og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lögð fram tillaga að göngustígaframkvæmd í Hnífsdal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á verkefninu "Göngustígar 2017".
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?