Umhverfis- og framkvæmdanefnd

46. fundur 25. apríl 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Lagt fram minnisblað tæknideildar dags. 18.4.2017 um áhersluatriði í sorpmálum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið.

2.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lögð fram breytingartillaga um gönguleiðir fyrir aðalskipulagsbreytingar.
Frestað.

3.Græn vika 2017 - 2017020091

Lagt fram til kynningar bréf Ralfs Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 7.4.2017 varðandi Græna viku í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að gera dagskrá fyrir Græna viku 2017 og auglýsa á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

4.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Á 45. fundi sínum, 11. apríl sl. tók umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrir drög að Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum, 24. apríl sl., og óskaði eftir ítarlegri útfærslu á Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísar málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?