Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Útiofnar, kamínur, kurlofnar og kolagrill - 2017030098
Lagt fram upplýsingablað frá Umhverfisstofnun, ódagsett, um útiofna, kamínu, kurlofna og kolagrill.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að kynna almenningi æskilega meðferð á kamínum og útiofnum.
2.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051
Umhverfisfulltrúi kynnir drög að umhverfisstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar til afgreiðslu í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.
3.Grænu skrefin í mínu sveitafélagið - 2017030061
Umhverfisfulltrúi kynnir uppfærð gögn um grænu skrefin.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Ísafjarðarbær taki upp kerfið Græn skref í stofnunum sínum og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.
4.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021
Kynnt ný útgáfa skýrslu frá EFLU verkfræðistofu dags 10.4.2017.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild að draga fram áhersluatriði í valmöguleikum úr skýrslunni og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
5.Viðhaldsstefna Göngustíga - 2017040017
Umhverfisfulltrúi leggur til að farið verði í vinnu við gerð viðhaldsáætlunar göngustíga í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna viðhaldsáætlun fyrir göngustíga í Ísafjarðarbæ.
6.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023
Umræða um framkvæmdir við snjóflóðagarð neðan Gleiðarhjalla.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild að sjá til þess að ofanflóðavarnir í Ísafjarðarbæ verði kláraðar í samræmi við gögn sem kynnt voru við upphaf framkvæmda.
7.Landsmót unglingadeilda Landsbjargar - 2017040027
Lagður fram tölvupóstur, dags. 6. apríl 2017 frá Einari Birki Sveinbjörnssyni um umsókn um svæði á Suðurtanga undir tjaldsvæði, á meðan landsmót unglingadeilda Landsbjargar fer fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að afmarka svæði fyrir Hafstjörnuna í samræmi við starfssemi sem fyrir er á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?