Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
42. fundur 21. febrúar 2017 kl. 08:00 - 08:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð fram breytt gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2017, þar sem gistináttaskatti var bætt við.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2017 verði samþykkt.

2.Græn vika 2017 - 2017020091

Umhverfisfulltrúi leggur til að græn vika verði haldin í vor með sama sniði eins og sl. ár.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu umhverfisfulltrúa og felur honum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Innleiðingar Árósasamningsins - 2017020010

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að skýrslu ráðuneytisins um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar því eftir umsögnum og athugasemdum við skýrsludrögin. Frestur til að skila umsögnum rennur út miðvikudaginn 1. mars næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?