Umhverfis- og framkvæmdanefnd

40. fundur 24. janúar 2017 kl. 08:00 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Sauðfjárbeit innan þéttbýlis - 2016040050

Ingibjörg Svavarsdóttir kynnir lokaritgerð sína: „Þjónustubeit í þéttbýli - Áhrif sauðfjárbeitar á framgang kerfils í blómlendi.“
Nefndin þakkar Ingibjörgu fyrir kynninguna.
Ingibjörg yfirgaf fundinn klukkan 08.35.

Gestir

  • Ingibjörg Svavarsdóttir - mæting: 08:00

2.Earth Check vottun - 2014120064

Lína Björg Tryggvadóttir segir frá fundi Framkvæmdaráðs umhverfisvottunar Vestfjarða sem haldinn var á Hólmavík 20. janúar.
Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.
Lína Björg yfirgaf fundinn klukkan 08.52

Gestir

  • Lína Björg Tryggvadóttir - mæting: 08:35

3.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Lögð fram tvö tilboð í úttekt frárennslislagna á Ísafirði. Á grundvelli 9. greinar laga nr. 140/2012 eru tilboðin ekki ætluð til dreifingar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tilboði Verkís verði tekið.

4.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081

Rætt um flokkun, endurvinnsluefni, sorpmeðhöndlun og sorphirðu.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að afla upplýsinga um það í hvað allir flokkar endurvinnsluefna sem sendir eru frá Ísafjarðarbæ eru nýttir.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?