Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
33. fundur 30. ágúst 2016 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um samstarf við Ísafjarðarbæ - 2016080022

Bæjarráð vísar til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar erindi Dýraverndunarfélagsins Villikatta, dags. 14. ágúst, þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um mannúðlegar leiðir til að stemma stigu við fjölgun villi- og vergangskatta.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir á að fylgja þurfi samstarfssamningur og kostnaðaráætlun.

2.Sorpmál 2017 - 2015020030

Umræður um framtíðartilhögun sorpmála í Ísafjarðarbæ.
Tæknideild falið að vinna málið áfram og leggja fram drög að aðgerðaráætlun fyrir næsta fund.

3.Bílastæði innan þéttbýlis - 2016030025

Umræður um bílastæði í þéttbýli í tengslum við fjölgun ferðamanna og bílaleigubíla.
Nefndin leggur til að bílastæði á Wardstúni verði fest í sessi og tæknideild skoði möguleika á að bæta við tímabundnu bílastæði á óúthlutaðri lóð á Suðurtanga.

4.Tjöld og húsbílar innan þéttbýli í Ísafjarðarbæ - 2016020052

Lögð fram gildandi lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að boða til fundar með fulltrúum Lögreglustjórans á vestfjörðum.

5.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Umhverfisfulltrúi leggur fram teikningar að göngustígakerfi í nágrenni Ísafjarðar.
Nefndin felur tæknideild að gera áætlun um aðgerðir í göngustígum og kostnaðargreina nokkrar útfærslur fyrir næsta fund.

6.Strandlínan á Ísafirði, Eyrin í fortíð og nútíð - 2015100021

Lagt fram erindi Margrétar Birnu Auðunsdóttur og Heiðu Maríu Loftsdóttur um strandlínu á Ísafirði. Erindinu var vísað til nefndarinnar frá Hátíðarnefnd.
Nefndin óskar eftir nánari kynningu á útfærslum og kostnaði við verkefnið.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. ágúst nk.
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

8.Brenna á Suðurtanga verslunarmannahelgi 2016 - 2016070052

Umræða um skipulagðar brennur í Ísafjarðarbæ.
Nefndin telur augljóst að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum sem settar eru í tímabundnu starfsleyfi fyrir brennu, gefið út af Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða 25. júlí 2016, til handa Mýrarboltafélagi Íslands. Umhverfisnefnd telur rétt að beina því til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða að séð verði til þess að farið verði eftir settum reglum um brennur í landi Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?