Umhverfis- og framkvæmdanefnd

31. fundur 12. júlí 2016 kl. 08:00 - 09:22 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Dekkjakurl á gervigrasvöllum Ísafjarðarbæjar - 2016060080

Lagt er fram sameiginlegt bréf Hverfisráðs hverfa í Skutulsfjarðarbotni, hverfisráðs Hnífsdals, Hverfisráðs Súgandafjarðar og Hverfisráðs Dýrafjarðar, dags. 1. júní sl., þar sem óskað er afstöðu Ísafjarðarbæjar til dekkjakurls á gervigrasvöllum sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar fyrirspurn hverfisráða Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

2.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Bæjarráð sendir málið til nánari útfærslu útivistarstíga í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Nefndin fagnar erindinu og felur umhverfisfulltrúa að gera úttekt á göngustígum í Skutulsfirði til kynningar fyrir næsta fund.

3.Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar ráðning - 2016060057

Lagt fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur og Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. júlí 2016, þar sem farið er yfir umsækjendur um stöðu forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.
Bókun sjálfstæðismanna í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vegna ráðningar forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.

"Undirrituð viljum mótmæla því ferli sem viðhaft var við þessa ráðningu.
Í fyrsta lagi ber að geta þess að þar sem að einn umsækjanda er varaformaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þá teljum við rangt að setja undirmenn hans, mannauðsstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs í þá stöðu að vinna úr umsóknum, þau eru mögulega vanhæf til starfans skv.3.gr hæfisreglna stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í öðru lagi hefði verið betra að ákvörðunin hefði ekki farið í loftið fyrr en eftir þennan fund sem við sitjum á núna, skilaboðin eru ekki góð, hvorki til okkar sem fundarmanna né heldur þeirra sem sóttu um starfið."

II. kafli. Sérstakt hæfi.
3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.
4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að.
5. [Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans skv. 2. tölul. eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir. Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Verði undirmaður vanhæfur til meðferðar máls verða næstu yfirmenn hans aftur á móti ekki vanhæfir til meðferðar þess af þeirri ástæðu einni.]1)
6. Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, eru það smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfsmanns eða nefndarmanns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.

Ísafirði 12.júlí 2016
Kristín Hálfdánsdóttir
Gísli Elís Úlfarsson

Bókun Í-lista og Framsóknarflokks í Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vegna ráðningar forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.

Í-listinn og Framsóknarflokkur vilja fá úr því skorið með skriflegum hætti, frá þar til bærum aðilum, hvort um vanhæfi er að ræða.


Fundi slitið - kl. 09:22.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?