Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
30. fundur 21. júní 2016 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Nefndin þakkar framlagða tillögðu og hvetur Fjórðungssambandið til áframhaldandi vinnu með þeirri von að skýrslan verði vegvísir að framtíðarsýn svæðisins.

2.Bílastæði innan þéttbýlis - 2016030025

Lagður fram tölvupóstur umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 14.6.2016, til skipulags- og mannvirkjanefndar um nýtingu lóðar við Sindragötu 4a undir bílastæði.
Nefndin þakkar tæknideild fyrir vel unna tillögu.

3.Umsókn um rekstur tjaldsvæðis - 2016060041

Lögð fram umsókn Daníels Jakobssonar f.h. Hótels Ísafjarðar dags. 15.6.2016 um leyfi til reksturs tjaldsvæðis við heimavist Menntaskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Gamlir ruslahaugar innan þéttbýlis. - 2016060055

Lögð fram yfirlitsmynd umhverfisfulltrúa þar sem merktir eru gamlir ruslahaugar í Skutulsfirði.
Tæknideild falið að vinna að lausn á þeim vanda sem upp er kominn vegna jarðvegsframkvæmda á Suðurtanga. Rætt um það vandamál sem blasir við þegar hafist verður handa við jarðvegsvinnu á ákveðnum uppfyllingum á Ísafirði og hvernig unnið skuli úr gömlu sorpi sem komið hefur upp á undanförnum árum.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lögð fram beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 8. júní um tillögur og ábendingar vegna endurskoðunar laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?