Umhverfis- og framkvæmdanefnd

28. fundur 24. maí 2016 kl. 08:00 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Gísli Elís Úlfarsson boðaði forföll vegna veikinda sem og varamaður hans Linda Björk Pétursdóttir.

1.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020019

Bæjarráð vísaði bréfi Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars sl., varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir niðurlag bréfsins og leggur áherslu á að reglur um heilbrigðiseftirlit verði endurskoðaðar með það að markmiði að auka skilvirkni.

2.þjónustuhús við Dynjanda í Arnarfirði - 2016050048

Lagt fram bréf dags. 14. maí frá Þórhalli Arasyni og Katli Berg Magnússyni vegna þjónustuhúss við Dynjanda í Arnarfirði.
Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara en ítrekar að umsagnar- og leyfisveitingarvald liggur annars staðar.

3.Samþykkt um búfjárhald - 2016010004

Lögð fram athugasemd frá Félagi sauðfjárbænda á Vestfjörðum við 7. grein draga að samþykkt Ísafjarðarbæjar um búfjárhald.
Nefndin þakkar innsenda athugasemd en sér ekki þörf á því að binda ákvæði um hámarksfjölda sauðfjár í samþykktina.

4.Græn vika 2016 - 2016040060

Græn vika í Ísafjarðarbæ.
Rætt um Græna viku, umhverfisátak sem nú stendur yfir í Ísafjarðarbæ; gáma undir garðaúrgang, götusóp, hreinsunarátök hverfisráða, stofnana og fyrirtækja o.fl.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?