Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
27. fundur 10. maí 2016 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Umræða um gjaldskrár.
Umræða um gjaldskrár á sviði nefndarinnar fyrir árið 2017.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Fyrir nefndinni liggur beiðni frá nefndarsviði Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Fyrir nefndinni liggur beiðni frá nefndarsviði Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.
Nefndin telur að í frumvarpið vanti skýrari farveg og öflugari úrræði fyrir sveitarfélög til að bregðast við losun úrgangs á opnum svæðum.

4.Hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ - 2016050029

Hreinsunarátak 2016.
Umræður um fyrirkomulag hreinsunarátaks í Ísafjarðarbæ og mikilvægi þess að virkja íbúa og fyrirtæki.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?