Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
26. fundur 26. apríl 2016 kl. 08:00 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um úrgangsmál - 2016040024

Lögð fram til kynningar og umsagnar skýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum, dags. 5.4.2016.
Lögð fram til kynningar.

2.Sauðfjárbeit innan þéttbýlis - 2016040050

Umhverfisfulltrúi óskar erftir áliti nefndarinnar á tilraunabeit sauðfjár innan þéttbýlis. Markmiðið er að hefta útbreiðslu á kerfli og lúpinu án notkunar eiturefna. Svæðið sem um ræðir er ofan Hlíðarvegs 3-7 á Ísafirði og ofan Aðalgötu 25 á Suðureyri.
Nefndin tekur vel í tillögur umhverfisfulltrúa en óskar þess að tilraunabeitin verði kynnt fyrir íbúum í nánasta nágrenni.

3.Græn vika 2016 - 2016040060

Umhverfisfulltrúi upplýsir um græna viku 2016 og leggur fram kostnaðaryfirlit frá 2015. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um áframhald verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að græn vika verði dagana 21. - 29. maí.

4.Umferðarskipulag við Eyrargötu 2 (Íshúsið) á Ísafirði - 2016040073

Tillaga formanns að endurskoðun umferðarskipulags við Eyrargötu 2 (Íshúsið) á Ísafirði.
Nefndin telur núverandi ástand óviðunandi m.t.t. umferðaröryggis og felur tæknideild bæjarins að afmarka bílastæðið betur og girða fyrir þann möguleika að ekið sé frá Eyrargötu 2 út á stofnbraut.

5.Fiskeldi í Jökulfjörðum - 2016040047

Umræða um fiskeldi í Jökulfjörðum.
Nefndin tekur undir ályktun bæjarráðs og telur rétt að undanskilja Jökulfirði að svo komnu máli þegar kemur að úthlutun leyfa til fiskeldis.

6.Dynjandi - skipulag o.fl. - 2016040074

Kristín Hálfdánsdóttir leggur til að Umhverfisstofnun verði skrifað bréf og þess óskað að fá í hendur framkvæmdaáætlun stofnunarinnar varðandi Dynjandasvæðið til ársins 2020. Þá er reiknað með að Dýrafjarðargöng verði tekin í gagnið og má búast við miklum straumi ferðamanna um svæðið.
Nefndin samþykkir tillögu Kristínar.

7.Sorpmál 2017 - 2015020030

Umræða um sorpmál í sveitarfélaginu, jarðgerð og fleira.
Nefndin felur tæknideild að vinna málið áfram.

8.Óskráðir bílar og bílhræ í Ísafjarðarbæ - 2016040075

Umræða um stöðu mála í Hnífsdal.
Nefndin telur fulla ástæðu til að vera vakandi yfir málaflokknum og felur starfsmanni nefndarinnar að upplýsa hana reglulega um stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?