Umhverfis- og framkvæmdanefnd

22. fundur 24. nóvember 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirspurn varðandi fjallskilanefnd - 2015100024

Á 906. fundi bæjarráðs fól bæjarráð umhverfis- og framkvæmdanefnd að gera tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykktum og tilnefna fulltrúa í fjallskilanefnd í samræmi við tillögur framlagðs minnisblaðs.
Nefndin felur starfsmanni sínum að gera tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykkt og erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdanefndar og leggja fyrir bæjarstjórn svo hægt sé að skipa í fjallskilanefnd.

2.Gangstéttar 2015/16 - 2015100043

Lögð fram úttekt á ástandi gangstíga og -stétta í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

3.Kynning á plastpokalausu bæjarfélagi - 2014110005

Lögð fram greinargerð um „Burðarplastpokalausan Stykkishólm".
Lagt fram til kynningar.

4.Sorpmál 2017 - 2015020030

Umræða um sorpmál 2017:
-Jarðgerð og lausnir
Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt kynnti hugmyndir sínar að nýtingu lífræns úrgangs. Nefndin tekur mjög jákvætt í hugmyndirnar og þakkar kynninguna.
Hildur Dagbjört yfirgaf fundinn klukkan 9.45.

Gestir

  • Hildur Dagbjört Arnardóttir - mæting: 09:00

5.Sorp á víðavangi í Ísafjarðarbæ - 2015080054

Lögð fram samantekt umhverfisfulltrúa um magn sorps á víðavangi í sveitarfélaginu og kostnað við förgun þess.
Nefndin þakkar úttektina og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

6.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. - 2011110042

Tillaga frá tæknideild Ísafjarðarbæjar um endurskoðun snjómokstursreglna í sveitarfélaginu. Lagðar fram teikningar og greinargerð um snjómokstur frá 2012.
Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að koma með tillögur að breytingum í samræmi við athugasemdir og umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?