Umhverfis- og framkvæmdanefnd

21. fundur 27. október 2015 kl. 08:00 - 08:55 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12.okt. 2015. Umhverfisstofnun óskar eftir því að Ísafjarðarbær taki afstöðu um sameiginlegan rekstur stofnunarinnar og sveitarfélagsins á salernum við náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði.
Þar sem Ísafjarðarbær fer aðeins með skipulagsvald á svæðinu þá telur nefndin sig ekki hafa ákvörðunarvald og leggur til við bæjarstjórn að hún svari erindinu og bendi á að eigandi landsins er Rarik og umsjón með náttúruvættinu Dynjanda er hjá Umhverfisstofnun.

2.Sorpmál 2017 - 2015020030

Umræða um lífrænan úrgang og svæðisáætlun.
Nefndin óskar eftir því að bæjarstjóri taki upp viðræður við nágrannasveitarfélög um kosti þess að hefja jarðgerð úr lífrænum úrgangi á svæðinu.

3.Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054

Fulltrúar D og B lista í nefndinni leggja til að eftirfarandi verði lagt til við bæjarstjórn:
"Tæknideild Ísafjarðarbæjar verði falið að skipuleggja aðgerð sem miðar að því að fjarlægja sorphrúgur sem íbúar hafa losað sig við á víðavangi í Ísafjarðarbæ. Einnig að malbikunarhaugum og haugum sem innihalda óvirkan úrgang verði einnig fyrirkomið.
Aðgerðirnar skulu vera vel skipulagðar og settar í gang hið fyrsta. Ef kostnaður sem hlýst af aðgerðunum rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins, þá skal gert ráð fyrir honum í fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
Greinargerð:
Víða í bæjarfélaginu hafa íbúar losað sig við alls kyns rusl, m.a. á hafnarsvæðum og á fáförnum vegum. Með því að hefja hreinsun og upplýsa bæjarbúa um aðgerðirnar má ætla að í framtíðinni verði vakning um bætta umgengni hjá íbúum Ísafjarðarbæjar. Einnig skal bent á að þorri bæjarbúa gengur afskaplega vel um og hirðir vel sitt nærumhverfi, en átak þarf til að þrífa upp eftir þá sem ekki standa sig."
Nefndin felur tæknideild að kortleggja umfang verksins, meta kostnað við framkvæmdina og leggja upplýsingar fram fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?