Umhverfis- og framkvæmdanefnd

20. fundur 13. október 2015 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Jón Reynir Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054

Tillaga til umhverfis- og framkvæmdanefndar um að vísa málinu áfram til bæjarstjórnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur þessa leið ekki færa að svo stöddu, en leggur til að gjaldtaka fyrir förgun óvirks úrgangs verði með öðrum hætti í næsta útboði.

2.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042

Lögð fram tillaga um átak gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, unnin af Matthildi Ástu Hauksdóttur garðyrkjustjóra og Ralf Trylla umhverfisfulltrúa dags. 30.9.2015 með meðfylgjandi teikningum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í átakið til fjögurra ára og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016 og fimm ára áætlun.

3.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Lagður fram tölvupóstur dags. 10.9.2015 frá Sighvati Jóni Þórarinssyni um snjómokstursreglur í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir mikilvægi þess að gera þjónustuna skýrari og skilvirkari og að hún miðist við veðurfar frekar en dagatal. Nefndin felur starfsmönnum tæknideildar að skýra mokstursreglurnar í samstarfi við Vegagerðina.

4.Minnisvarði um Kirkjubólsfeðga - 2014050072

Mál tekið fyrir á ný.
Á fundi bæjarráðs 19. maí 2014 var lagt fram erindi Ólínu Þorvarðardóttur þar sem viðrað er að reisa minnisvarða um Jón og Jón Jónssyni á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem brenndir voru á báli 1656.
Bæjarráð tók jákvætt í erindið og óskaði umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið og vísaði því til fjárhagsáætlunar 2015.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2016.

5.Strandlínan á Ísafirði ? Eyrin á Ísafirði í fortíð og nútíð - 2015100021

Lagt fram erindi frá Margréti Birnu Auðunsdóttur og Heiðu Maríu Loftsdóttur um strandlínu á Ísafirði, dags. 7.10.2015.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur og leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í hátíðarnefnd vegna 20 ára afmælis Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Bæjarráð leggur til að gjaldskrár hækki almennt um 4,3%, sem er verðbólguáætlun Seðlabankans frá 19. ágúst sl., en sú tillaga er í samræmi við tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög noti forsendur þjóðhagsspár við útreikninga um verðlag 2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarráðs um 4,3% hækkun gjaldskráa.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?