Umhverfis- og framkvæmdanefnd

17. fundur 20. ágúst 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2015 - 2015020104

Bæjarráð vísar erindi Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 30. apríl sl., móttekið 18. júní sl., til umhverfis- og framkvæmdanefndar, þar sem tilkynnt er um bílaálímingar og hvernig vörslu bifreiða skuli háttað eftir að þær eru teknar í vörslu.
Umhverfisfulltrúa falið að finna hentugan stað og þann kostnað sem fellur til við að gera fullnægjandi aðstöðu fyrir bifreiðar sem sveitarfélagið tekur í vörslu.

2.Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

Framtíðarsýn og stefna Ísafjarðarbæjar í rekstri tjaldsvæða. Lagt fram yfirlit yfir útgjöld og rekstrarkostnað sl. 3 ár.
Umhverfisfulltrúa falið að koma með sundurliðaðar kostnaðartölur eftir tjaldsvæðum og að kanna notkun gesta sem ekki greiða fyrir þjónustu á tjaldsvæðunum.

3.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042

Lagðar fram upplýsingar um ágengar plöntutegundir í sveitafélaginu og áætlaðan kostnað við að hindra útbreiðslu þeirra.
Umhverfisfulltrúa falið að kanna reglur um búfjárhald í Ísafjarðarbæ, skoða frekari útfærslur á beitartilraun og samvinnu við íbúa um heftingu útbreiðslu á lúpínu. Nefndin styður ekki tillögu um notkun eiturefna á ágengar plöntur.

4.Forgangsröðun opinna svæða - 2015080048

Umræða um forgangsröðun opinna svæða. Lögð fram drög að grænu bók Ísafjarðarbæjar og uppdráttum að forgangsröðun.
Umhverfisfulltrúa falið að undirbúa kynningu á umhirðu og slætti opinna svæða.
Önnur mál:

Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að kanna útfærslur Akureyrarbæjar við móttöku á óvirkum úrgangi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?