Umhverfis- og framkvæmdanefnd

14. fundur 28. maí 2015 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066

Lagður fram tölvupóstur frá Hákoni Ásgeirssyni (Umhverfisstofnun), dags. 20.5.2015, með lokaútgáfu verndar- og stjórnunaráætlunar Dynjanda.
Nefndin þakkar framlögð gögn en óskar eftir því að þolmarkagreiningu svæðisins verði flýtt svo hún verði tilbúin áður en Dýrafjarðargöng verða að veruleika. Þá bendir umhverfis- og framkvæmdanefnd á að með framlögum til uppbygginga innviða á ferðamannastöðum víða um land er nú gert ráð fyrir gerð salernisaðstöðu fyrir ríkisfé og vill nefndin að skýrt verði betur hver ábyrgð Ísafjarðarbæjar verður varðandi uppbyggingu og viðhald þessarar aðstöðu á Dynjanda.

2.Sorpmál 2017 - 2015020030

Stefnumótun sorpmála 2017. Umræða um framtíð málaflokksins.
Rætt um framtíðarfyrirkomulag sorpmála í Ísafjarðarbæ. Starfshópi nefndarinnar falið að vinna málið áfram og kanna ólíkar aðferðir til sorpförgunar og jarðgerðar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?