Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
10. fundur 26. febrúar 2015 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gestsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081

Lögð fram á ný drög af nýrri útgáfu endurvinnslubæklings.
Upplýsingafulltrúa falið að gera breytingar á bæklingnum í samræmi við umræður á fundinum.

2.Sorpmál 2017 - 2015020030

Umræða um sorpmál 2017
Áframhaldandi umræða um sorpmál 2017.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Sent til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þann 19. mars 2015
- frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál
- frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál.
Nefndin sendir eftirfarandi umsögn við 503. mál:
"Mjög áríðandi sé að kostnaður við eftirlitið fari ekki fram úr tekjum af seldri þjónustu. Eins og fram kemur í frumvarpinu má ætla að auknar tekjur skili sér inn til Samgöngustofu vegna fleiri leyfisveitinga, allar hækkanir á leyfum og þjónustu lenda á endanum á neytendum í landinu."

Nefndin sendir eftirfarandi umsögn við 504. mál:
"Mjög áríðandi sé að kostnaður við eftirlitið fari ekki fram úr tekjum af seldri þjónustu. Eins og fram kemur í frumvarpinu má ætla að auknar tekjur skili sér inn til Samgöngustofu vegna fleiri leyfisveitinga, allar hækkanir á leyfum og þjónustu lenda á endanum á neytendum í landinu."

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?