Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
164. fundur 14. janúar 2026 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal í kjallara, Safnahúsi
Nefndarmenn
  • Halldóra Björk Norðdahl formaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Valur Richter
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Þorvaldur Óli Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Margrét Gunnarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Loftslagsstefna Ísafjarðarbæjar - 2025060021

Á 158. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 2. júlí 2025 fól nefndin skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt formanni Umhverfis- og framkvæmdanefndar að vinna drög að loftlagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Sú vinna er nú hafin. Lagt er fram sniðmát frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt niðurstöðum úr loftlagskönnun sveitarfélaganna frá 29. október 2025 til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt formanni nefndar að vinna drögin áfram og kynna fyrir nefnd.

2.Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Grænahlíð - 2025110100

Lagður fram tölvupóstur frá Regínu Sigurðardóttur merkjalýsanda hjá Forsætisráðuneytinu dags, 13. nóvember 2025 með umsókn um stofnun á þjóðlendunni Grænuhlíð á Hornströndum, Ísafjarðarbæ. Jafnframt er lagður fram úrskurður óbyggðarnefndar 2021, 8. mál, dags. 30. ágúst 2023. Jafnframt er lögð fram merkjalýsing Grænuhlíðar, dags. 13. nóvember 2025, skráð stærð verður 4,68 km2.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um stofnun þjóðlendu í fasteignaskrá - Almenningar vestari - 2025110105

Lagður fram tölvupóstur frá Regínu Sigurðardóttur merkjalýsanda hjá Forsætisráðuneytinu dags, 13. nóvember 2025 með umsókn um stofnun í fasteignaskrá á þjóðlendunni Almenningar vestari á Hornströndum, Ísafjarðarbæ. Jafnframt er lagður fram úrskurður óbyggðarnefndar 2021, 8. mál, dags. 30. ágúst 2023. Jafnframt er lögð fram merkjalýsing Almenninga vestari, dags. 13. nóvember 2025, skráð stærð verður 10,44 km2.
Lagt fram til kynningar.

4.Styrktarsjóður vegna endurheimt á ám, lækjum og vatnasviðum - 2025120140

Lagt fram erindi til kynningar dags. 8. desember 2025, frá European Open Rivers Programme vegna styrktarsjóðs sem ætlaður er til að styðja verkefni sem miða að því að fjarlægja smærri úreltar og manngerðar hindranir úr ám. Sjóðurinn er rekinn af Open Rivers Programme, hollenskum samtökum sem starfað hafa frá árinu 2021 og frá upphafi stutt við fjölmörg endurheimtarverkefni víðs vegar um Evrópu.

Fyrir opinbera aðila á Íslandi eru þessir styrktarmöguleikar:
allt að 50% af kostnaði við undirbúning niðurrifsverkefna, að því gefnu að fjármögnun fyrir sjálfa framkvæmdina sé þegar tryggð.
allt að 50% af kostnaði við sjálfa framkvæmdina við að fjarlægja manngerða hindrun og eða stíflu, þar sem undirbúningsvinnu er lokið.
Umsóknarfrestir eru þrisvar sinnum á ári.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 4. desember 2025, þar sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2025, "Ný reglugerð um meðhöndlun seyru".
Umsagnarfrestur er til og með 16. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 22. desember 2025, mál nr. 258/2025, "Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, kostnaður o.fl.) og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda)." Umsagnarfrestur er til og með 16. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?