Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
162. fundur 19. nóvember 2025 kl. 08:30 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Halldóra Björk Norðdahl formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Valur Richter
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Þorvaldur Óli Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Margrét Gunnarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Textíll í sveitarfélaginu - 2025110102

Lagt fram til umræðu minnisblað Erlu Margrétar Gunnarsdóttur, skipulags- og umhverfisfulltrúa dags. 17. nóvember 2025 um tilraunaverkefni sem stuðlar að aukinni endurnýtingu á textíl.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í vitundarvakninguna, Saman gegn sóun, sem er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og miðar að því að draga úr sóun og hvetja til hringrásarhagkerfis með áherslu á textíl. Nefndin leggur til að farið verði í tilraunaverkefni þar sem hvatt er til betri endurnýtingar á textíl.

2.Umsagnarbeiðni vegna kynningar matsáætlunar. Kláfur upp á Eyrarfjall, 7.mál - 2025010047

Lögð fram til kynningar, umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna Kláfs upp á Eyrarfjall ofan Ísafjarðar, nr. 7/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), dags. 5. nóvember 2025.
Kynningartími er frá 5. nóvember 2025 til og með 17. desember 2025.

Umsagnarbeiðnin var lögð fyrir 662. fund Skipulags- og mannvirkjanefnd og fól nefndin skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað og leggja fyrir nefndina að nýju.
Lagt fram til kynningar og óskar nefndin eftir að minnisblaðið verði lagt fram fyrir nefndina á næsta fundi.

3.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2025. - 2025020184

Á 1343. fundi bæjarráðs, þann 13. október 2025, var lögð fram til kynningar fundargerð 153. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða, en sérstaklega er vakin athygli á bókun nefndarinnar um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits, þ.e. flutningur á eftirlitsverkefnum til Umhverfis- og orkustofnunar og Matvælastofnunar.

Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem telur að fyrirhugaðar breytingar muni auka kostnað, flækjustig og fjarlægð milli eftirlitsaðila og íbúa, veikja stöðu sveitarfélaga og draga úr skilvirkni. Sérstaklega er bent á að tvöfalt leyfisferli muni bitna á sveitarfélögum, rekstraraðilum og almenningi.

4.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 21. og 22. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundir voru haldnir 20. október og 3. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 217/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald". Umsagnarfrestur er til og með 8. nóvember 2025.

Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002. Í frumvarpinu er gerður enn skýrari greinarmunur á úrvinnslugjaldi sem innheimt er við nýskráningu ökutækja, sem nær þá til ábyrgðar framleiðenda og innflytjenda á úrvinnslu ökutækis, og hins vegar á skilagjaldi á skráningarskyld ökutæki sem innheimt er reglulega af skráðum eiganda ökutækis, sem á móti á rétt á að fá endurgreitt skilagjald fyrir ökutæki þegar því er skilað á móttökustöð til endurnýtingar og förgunar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 2025 og ýmis mál - 2025110106

Lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Huldu B. Albertsdóttur, forstöðumanni Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 12. nóvember 2025. Jafnframt eru lagðar fram fjórar síðustu fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, fjárhagsáætlun stofunnar fyrir 2026, auk þriggja ára áætlunar (2027-2029).
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?