Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
159. fundur 13. ágúst 2025 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Valur Richter varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Björk Norðdahl formaður
  • Þorvaldur Óli Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Margrét Gunnarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Edda María Hagalín mætti á fund kl. 8:30

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Almenn umræða um gjaldskrár 2026 sem falla undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Edda María Hagalín mætir á fund til að byrja umræðu um gjaldskrár.

Einnig lagt fram minnisblað frá Axel R. Överby, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 11. ágúst 2025, varðandi gjaldskrá sorps fyrir starfsárið 2026.
Almenn umræða um gjaldskrár. Umræðu verður haldið áfram á næstu fundum.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 9:15

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 08:30

2.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021

Lagt fram minnisblað frá Eyþóri Guðmundssyni, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dagsett 11. ágúst 2025 um rekstur móttökustöðvar á lífrænum úrgangi hjá Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi kosti 2 og 3.

3.Gangstéttir 2025 - 2025010342

Lögð fram að nýju greining á ástandi gangstétta í sveitarfélaginu ásamt áætluðum kostnaði, frá 31. janúar 2025, til umræðu í nefndinni um forgangsröðun fyrir fjárhagsáætlun 2026.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar máli til umræðu í bæjarráði. Viðhaldi gangstétta er víða þörf og er tími kominn á alvöru átak. Nefndin óskar eftir að gert verði ráð fyrir umfangsmiklu viðhaldi gangstétta í fjárhagsáætlun 2026. Nefndin telur einnig að hafnarsjóður ætti að leggja sitt að mörkum við viðhald gangstétta á fjölmennum ferðamannaleiðum.

4.Fegrunarverkefni Hafnarsjóðs - 2025080048

Lagt fram minnisblað frá Eyþóri Guðmundssyni, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði og Erlu Margréti Gunnarsdóttur, skipulags- og umhverfisfulltrúa, dagsett 11. ágúst 2025, vegna fegrunarverkefna Styrktarsjóðs Hafna Ísafjarðarbæjar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir sjónarmið minnisblaðs og vísar erindi til umræðu í hafnarstjórn.

5.Ljóðvarnargarðar - 2025080049

Verkefnið Ljóðvarnargarðar fékk fegrunarstyrk úr Hafnarsjóði 2025. Lagður fram tölvupóstur og skýringarmyndir frá Heiðrúnu Ólafsdóttur, styrkþega, frá 11. ágúst 2025, sem óskar eftir leyfi umhverfis- og framkvæmdanefndar til tímabundnar uppsetningar verksins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við verkefnið.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?