Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Jónas Þór Birgisson mætir til fundar kl. 8:30.
1.Númerslausir bílar 2025 - 2025050071
Jónas Þór Birgisson, formaður Heilbrigðisnefndar, mætir á fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar til að ræða hvað sé hægt að gera í sambandi við númerslausa bíla í sveitarfélaginu. Minnisblað Smára Karlssonar dags. 13. maí 2025 er lagt aftur fyrir fund.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að halda átaksverkefninu áfram en skoða þurfi betur, og skerpa á verklagi.
Jónas Þór Birgisson yfirgefur fund kl. 9:07.
Gestir
- Jónas Þór Birgisson - mæting: 08:30
Sighvatur Jón Þórarinsson mætir til fundar kl. 9:07.
2.Illgresi 2025 - 2025060148
Sighvatur Jón Þórarinsson, garðyrkjustjóri, mætir á fund umhverfis- og framkvæmdanefndar til að ræða minnisblað frá formanni og leiðir til að ráða við illgresi sumarið 2025.
Einnig teknar umræður um sláttur og fleira er tengist nærumhverfi fólks.
Einnig teknar umræður um sláttur og fleira er tengist nærumhverfi fólks.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að leita leiða til að virkja hverfisráð sem og íþróttafélög innan hvers byggðarkjarna og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur einnig til að auka þurfi stöðugildi garðyrkjudeildar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur einnig til að auka þurfi stöðugildi garðyrkjudeildar.
Sighvatur Jón Þórarinsson yfirgefur fund kl. 9:37.
Gestir
- Sighvatur Jón Þórarinsson - mæting: 09:00
3.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021
Á 157. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 13. maí 2025, um stöðu á útboði Ísafjarðarbæjar á sorphirðu og förgun. Óskaði nefndin eftir frekari gögnum er varða uppbrot útboðs.
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 1. júlí 2025, um uppbrot útboðs.
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 1. júlí 2025, um uppbrot útboðs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd sér ekki hag í uppbrot útboðs eins og staðan er og felur umhverfis- og eignasviði að bjóða út verkið í einni heild.
4.Textíll - Aðgangur að grenndargámum Á-Berandi - 2025060156
Lagt fram bréf, dags. 25. júní 2025, til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá Guðrúnu Birgis og Ingibjörgu Ólafsdóttur fyrir hönd Á-Berandi um aðgang að textíl grenndargámum til að endurnýta fatnað.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í endurnýtingu textíls og felur starfsmanni nefndar að vinna málið áfram.
5.Loftslagsstefna Ísafjarðarbæjar - 2025060021
Lagt fram minnnisblað dags. 3. júní 2025, frá Erlu Margréti Gunnarsdóttur, skipulags- og umhverfisfulltrúa um vinnustofu með Vestfjarðarstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna loftslagsstefnu sveitafélagsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt formanni Umhverfis- og framkvæmdanefndar að vinna drög að loftlagsstefnu og kynna fyrir nefnd í haust.
6.Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar - 2025060094
Lagt fram erindi frá Sveini Runólfssyni hjá Vinum íslenskrar náttúru, dags. 4. júní 2025 með leiðbeiningum til sveitarstjórna sem fara með skipulagsvald vegna veitingu framkvæmdaleyfa til skógræktar ásamt ábendingum um það að ræktun skóga gerbreytir ásýnd lands og þeim vistkerfum sem fyrir eru.
Lagt fram til kynningar.
7.Ályktun um skipulagsmál skógræktar - 2025060174
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum þann sem var haldinn 14. júní 2025, þar sem félagið leggur áherslu á nauðsyn þess að sveitarfélög þrengi ekki að skógrækt með hertum reglum um stærðarmörk og með því að herða reglur um skipulag skógræktar í skipulagi sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.
8.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lögð fram til kynningar tilkynning úr Skipulagsgátt, dags. 6. júní 2025 vegna vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða, 603. mál 2024.
Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti á fundi þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 til kynningar.
Með vinnslutillögu er svæðisskipulagsnefndin að leggja fram tillögu um hvernig endanleg svæðisskipulagstillaga geti litið út á næsta ári, varðandi framtíðarsýn og sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum til ársins 2050 og óska eftir umsögnum um tillöguna á vinnslustigi. Einnig eru kynnt drög að fylgiriti tillögunnar, stöðumati, sem tekur saman helstu skipulagsforsendur, gögn og greiningar sem varða viðfangsefni svæðisskipulagsins.
Tillagan verður opin til umsagnar í Skipulagsgátt frá 6. júní til og með 19. ágúst 2025.
Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti á fundi þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 til kynningar.
Með vinnslutillögu er svæðisskipulagsnefndin að leggja fram tillögu um hvernig endanleg svæðisskipulagstillaga geti litið út á næsta ári, varðandi framtíðarsýn og sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum til ársins 2050 og óska eftir umsögnum um tillöguna á vinnslustigi. Einnig eru kynnt drög að fylgiriti tillögunnar, stöðumati, sem tekur saman helstu skipulagsforsendur, gögn og greiningar sem varða viðfangsefni svæðisskipulagsins.
Tillagan verður opin til umsagnar í Skipulagsgátt frá 6. júní til og með 19. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004
Kynntur tölvupóstur dags. 12. júní 2025 frá Má Erlingssyni, framkvæmdastjóra Gallon ehf.
Kynnt.
10.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2024020088
Lögð fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, dags. 13. júní 2025 (mál nr. 0166/2024), kynning umhverfismatsskýrslu, vegna áforma Háafells ehf. um aukinn hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi.
Háafell áformar frekari uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi með því að auka hámarks lífmassa um 4.500 tonn, fækka eldissvæðum og stækka og breyta eldissvæðunum Ytra-Kofradýpi og Bæjahlíð. Hámarkslífmassi eldisins verður þá allt að 11.300 tonn á hverjum tíma. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmdinni á vatnshlot, loftslag, nytjastofna sjávar, laxfiska, fugla, sjávarspendýr, ásýnd, áhrif á aðra atvinnustarfsemi og samfélag. Jafnframt er farið yfir umhverfisáhættu Háafells sem stafar af umhverfi, lífverum, skipulagi, regluverki og starfsemi annarra sjókvíaeldisfyrirtækja.
Frestur til athugasemda er til 24. júlí 2025.
Háafell áformar frekari uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi með því að auka hámarks lífmassa um 4.500 tonn, fækka eldissvæðum og stækka og breyta eldissvæðunum Ytra-Kofradýpi og Bæjahlíð. Hámarkslífmassi eldisins verður þá allt að 11.300 tonn á hverjum tíma. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmdinni á vatnshlot, loftslag, nytjastofna sjávar, laxfiska, fugla, sjávarspendýr, ásýnd, áhrif á aðra atvinnustarfsemi og samfélag. Jafnframt er farið yfir umhverfisáhættu Háafells sem stafar af umhverfi, lífverum, skipulagi, regluverki og starfsemi annarra sjókvíaeldisfyrirtækja.
Frestur til athugasemda er til 24. júlí 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?