Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ársreikningur 2024 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2025040057
Á 1321. fundi bæjarráðs, þann 7. apríl 2025, var lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2024. Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
2.Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands - 2025040134
Á 1322. fundi bæjarráðs, þann 14. apríl 2025, var lagt fram til kynningar boð til bæjarfulltrúa á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands sem haldinn verður þann 22. maí 2025.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
3.Númerslausir bílar 2025 - 2025050071
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 13. maí 2025, um númerslausa bíla í sveitarfélaginu og áframhaldandi átaksverkefni til fækka þeim.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur eindregið til að halda átaksverkefninu áfram og óskar eftir fundi með formanni Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
4.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 13. maí 2025, um stöðu á útboði Ísafjarðarbæjar á sorphirðu og förgun.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Nefndin óskar eftir frekari gögnum varðandi uppbrot útboðs.
5.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2025. - 2025020184
Á 1324. fundi bæjarráðs, þann 5. maí 2025, var lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldin var þann 10. apríl 2025 og ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
6.Kría í sveitafélaginu - 2020030082
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 13. maí 2025, um kríuvarnir í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sett verði upp fuglafæla á Suðureyri, sambærileg þeirri sem er í Tunguhverfi.
7.Refa og minkaveiði 2025 - 2025050093
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 14. maí 2025, um refa- og minkaveiði 2025.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að gerður verði einn samningur um refa- og minkaveiði. Nefndin leggur til að þriðjungur fjármagnsins fari í minkaveiði og tveir þriðju í refaveiði.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?