Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2025. - 2025020184
Á 1316. fundi bæjarráðs, þann 3. mars 2025, var lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldin var þann 20. febrúar 2025 og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2024. Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
2.Sláttur opinna svæða 2025 - 2025030223
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 31. mars 2025, um slátt opinna svæða.
Einnig lögð fram gildandi slátturkort sveitarfélagsins.
Einnig lögð fram gildandi slátturkort sveitarfélagsins.
Umhverfis og framkvæmdanefnd, felur starfsmanni að gera breytingar fyrir sumarið í samræmi við ítarbókun.
3.Bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink - 2025030186
Lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Garðari Páli Jónssyni formanns Bjarmalands, félagsskap atvinnuveiðimanna í ref og mink, dags. 22. mars 2025. Eitt af markmiðum félagsins að samræma greiðslur vegna veiða um allt land. Jafnframt eru lögð fram drög að samningi um refaveiði og minkaveiði.
Lagt fram til kynningar.
4.Stóri plokkdagurinn 2025 - 2025030221
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 31. mars 2025, um stóra plokkdaginn.
Lagt fram til kynningar.
5.Græn vika 2025 - 2025030224
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 31. mars 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu umhverfis- og framkvæmdanefndar til þess hvort að endurvekja eigi græna viku í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Græna vikan verði endurvakin og verði haldin í viku í kjölfar Plokkdagsins, 27. apríl 2025 eða 28. apríl til 4. maí 2025.
Fundi slitið - kl. 09:21.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?