Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
5. fundur 06. nóvember 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gestsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Tekin fyrir að nýju fjárfestingaráætlun fyrir árin 2015-2019 ásamt rekstraráætlun fyrir málaflokka 10, 11 og 33.
Jóhann Birkir Helgason bæjartæknifræðingur fór yfir fjárfestingaráætlun og rekstraráætlun með nefndinni.

2.Ályktun af aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2014 - 2014100017

Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 6. október sl., um landgræðsluskóga í lúpínubreiðum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa að hafa samband við skógræktarfélög á svæðinu.

3.Grenjavinnsla 2014 - 2014020082

Tekið fyrir erindi Umhverfisstofnunar ódagsett, er varðar endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða. Jafnframt liggur fyrir samningur við Ísafjarðarbæ um refaveiðar fyrir árin 2014-2016 dags. 3.10.2014
Nefndin bendir á að framlag ríkisins hefur á fáum árum lækkað úr 50% niður í 10% og telur það hlutfall algjörlega óviðunandi og getur ekki mælt með að samið verði á þeim forsendum.

4.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Holta- og Tunguhverfis frá 20. október sl. og Eyrar og efri bæjar frá 21. október 2014.
Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á að í deiliskipulagi Tunguhverfis er gert ráð fyrir leiksvæði.

5.Umhverfismatsdagurinn 2014 - 2014110002

Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að glærur frá Umhverfismatsdeginum 2014 eru nú aðgengilegar á heimasíðu Skipulagsstofnunar
Lagt fram til kynningar.

6.Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 27. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði.
Nefndin leggur til að Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?