Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
4. fundur 09. október 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Óðinn Gestsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Jarðgerð á heimilissorpi - 2014080039

Umhverfisfulltrúi kynnir stöðu málsins.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.

2.Opin svæði - sláttur - 2014030006

Umhverfisfulltrúi lagði fram áætlun og fjármagnsupplýsingar fyrir útboð á slætti fyrir árið 2015.
Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2014. - 2014100004

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. okt. 2014 frá Magneu I Kristinsdóttur fh. Umhverfisstofnunar um árlegan fund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda/umhverfisnefnda sveitarfélaga.
Ákveðið að Nanný Arna Guðmundsdóttir og Ralf Trylla verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar á fundinum.

4.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Unnið að gerð erindsbréfs nefndarinnar.
Rætt um hlutverk nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Lögð fram drög að gjaldskrám um kattahald, hundahald, búfjáreftirlit, tjaldsvæði og sorpmál. Lögð fram drög að 5 ára framkvæmdaáætlun.
Lagt er til að kannaður verði kostnaður við að fella út gjaldheimtu fyrir óvirkan úrgang í gjaldskrá um sorpmál. Að öðru leyti leggur nefndin til að framlögð drög að gjaldskrám verði samþykkt.
Óðinn Gestsson gerir athugasemd við að framkvæmdir við golfvöllinn í Tungudal vantar inn á 5 ára framkvæmdaáætlun.

6.Garðyrkjudeild - 2014100010

Lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa um umhirðu opinna svæða í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?