Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
147. fundur 07. maí 2024 kl. 09:00 - 11:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kría í sveitafélaginu - 2020030082

Cristian Gallo, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, mætir til fundar til að ræða kríuvarp í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Cristian Gallo fyrir fróðlegt erindi. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að þær aðgerðir sem farið hefur verið í á síðustu árum hafi ekki skilað árangri.

2.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dagsettur 19. apríl 2024, ásamt fundargerð 147. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, en fundur var haldinn 18. apríl 2024, auk ársskýrslu 2023.

Bæjarráð tók málið fyrir á 1281. fundi sínum þann 22. apríl 2024, og vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

3.Sorpmál - eftirlit og skýrslur 2024 - 2024010050

Lagt fram bréf Unnars Hermannssonar, framkvæmdastjóra Kubbs ehf., dags. 5. maí 2024, um jarðgerð í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að meðferð verktaka á lífúrgangi sé ekki í samræmi við verklýsingu verksamnings. Starfsmanni nefndar falið að taka saman gögn og yfirfara verklýsingu með verktaka.

4.Vorhreinsun 2024 - 2024050020

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, varðandi hreinsun opinna svæða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að undirbúa hreinsunarátak í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?