Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
143. fundur 27. febrúar 2024 kl. 08:30 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dagsett 14. febrúar 2024, um útboð á rekstri tjaldsvæðisins í Tungudal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að hefja vinnu við útboðsgögn vegna Tjaldsvæðisins í Tungudal og leggja fyrir nefnd, ásamt gæðahandbók tjaldsvæða.

2.Sorpmál - eftirlit og skýrslur 2024 - 2024010050

Lögð fram gögn frá Kubbi ehf. um jarðgerð fyrirtækisins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að heimsækja verktaka og kynna sér jarðgerðarferlið. Starfsmanni falið að vera í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi valmöguleika í jarðgerð.
Fylgiskjöl:

3.Snjósöfnun Ísafjarðarbæjar á íþróttasvæðinu Torfnesi - 2024020118

Lagt fram minnisblað Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, varðandi snjósöfnun við íþróttasvæðið á Torfnesi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að ræða við forstöðumann áhaldahúss um mögulegar lausnir og losunarstaði.

4.Ársfundur náttúruverndarnefnda - 2024020133

Lagður fram tölvupóstur frá Davíði Örvari Hanssyni hjá Umhverfisstofnun um ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður á Ísafirði 21. mars.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?