Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
137. fundur 29. september 2023 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám næsta árs. Um er að ræða gjaldskrá vatnsveitu, fráveitu, sorphirðu, þjónustumiðstöðvar, tjaldsvæða, Skrúðs og vegna dýrahalds.
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar: Lagt til við bæjarstjórn að hækka gjaldskrá um 8%, í samræmi við þróun launavísitölu.

Gjaldskrá dýrahalds: Lagt til við bæjarstjórn að gjaldskrá dýrahalds verði óbreytt.

Gjaldskrá Skrúðs: Lagt til við bæjarstjórn að aðgangseyrir Skrúðs árið 2024 verði 300 kr.

Tjaldsvæðið á Þingeyri: Lagt til að gjaldskrá hækki um 6%, í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Sorphirða: Lagt til að hækka gjaldskrá um 15% vegna hækkunar á vísitölu og vegna uppfærðar magnskrár verksamnings.

Vatnsveita: Lagt til við bæjarstjórn að breyta álagningarforsendum vatnsveitu og miða við fast gjald á fasteign annars vegar og krónugjald á fermetra fasteignar hins vegar. Með því verður horfið frá að innheimta miðað við fasteignamat hverrar fasteignar. Lagt er til að fast gjald á íbúðarhúsnæði verði 1.500 kr. og fermetragjald verði 18,3. kr. Lagt er til að fast gjald atvinnuhúsnæði verði 20.447 kr. og fermetragjald verði 128,3 kr. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrár hækki um 6%.

Fráveita: Lagt til við bæjarstjórn að breyta álagningarforsendum fráveitu og miða við fast gjald á fasteign annars vegar og krónugjald á fermetra fasteignar hins vegar. Með því verður horfið frá að innheimta miðað við fasteignamat hverrar fasteignar. Lagt er til að fast gjald á fasteign verði 8.000 kr. og fermetragjald verði 185 kr. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrár hækki um 6%.
Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari og Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mættu til fundar undir þessum lið.

2.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 18.9. 2023, um framlengingu á verksamningi vegna sorphirðu og -förgunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram drög að fjárfestingaráætlun vatns- og fráveitu 2024-2034 ásamt minnisblaði garðyrkjustjóra um framkvæmdir næsta árs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum um framkvæmdaáætlun næstu 10 ára.

4.Kvörtun vegna umgengni í framkvæmdum við Núpsskóla - 2023090118

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Rakelar Hauksdóttur, dagsettur 25. september 2023, ásamt afriti af bréfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, þar sem kvartað er undan framkvæmdaleysi heilbrigðiseftirlitsins gagnvart ítrekuðum kvörtunum Margrétar undan umgengni í tengslum við framkvæmdir á Núpsskóla. Heimilissorp, múrbrot og húsmunir liggja úti við á jörðinni. Jafnframt fylgir erindinu fjöldi ljósmynda af aðstæðum á svæðinu auk afrits af kvörtun Margrétar síðan í apríl 2023.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmandanefnd felur starfsamanni að ræða málið við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?