Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
135. fundur 30. ágúst 2023 kl. 09:30 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrár 2024 lagðar fram til fyrstu umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að yfirfara gjaldskrár sem heyra undir nefndina.
Gestir yfirgáfu fund kl. 10:30

Gestir

  • Jóna Kristín Kristinsdóttir innheimtufulltrúi - mæting: 10:00
  • Védís Geirsdóttir aðalbókari - mæting: 10:00

2.Samkeppni um áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga - 2023070037

Á 1249. fundi bæjarráðs, þann 17. júlí 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 14. júlí 2023, þar sem lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga.
Keppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 25. Óskað er umsagna menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.

Bæjarráð tók vel í hugmynd um að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Samkeppnin yrði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 2025.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. Í kjölfar þess myndi bæjarstjóri útfæra hugmyndasamkeppni og leggja fram áætlun um kostnað, forsendur, tímasetningar og önnur skipulagsatriði fyrir bæjarráð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að áningarstaðurinn verði aðgengilegur fyrir íbúa og gesti bæjarfélagsins og að áningarstaðurinn taki mið af umhverfi svæðisins.

3.Hverfisráð - fundargerðir 2023 - 2023040052

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins í Dýrafirði, en fundur var haldinn 23. maí 2023.

Vegna eðlis málanna vísar bæjarráð fundargerðinni til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar hverfisráði Þingeyrar fyrir þarfar og ígrundaðar tillögur og leggur til að umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar taki tillögurnar til skoðunar.

4.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023 - 2023070057

Lagður fram tölvupóstur dags. 5. júlí 2023 frá Davíð Örvari Hanssyni hjá Umhverfisstofnun, þar sem fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga er bent á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023.

Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa. Fundirnir hafa reynst gagnlegir fyrir það að vera bæði fræðandi og frábært tækifæri til að mynda tengsl.
Lagt fram til kynningar.

5.Kríuvarp Skutulsfirði - 2023060042

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram erindi Hólmfríðar Arnardóttur, f.h. Fuglaverndar, dags. 5. júní 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er boðin aðstoð vegna kríuvarps í botni Skutulsfjarðar, finna lausn og miðla fræðslu.

Bæjarráð þakkaði erindið og vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Við undirbúning máls þessa var reynt að velja vægustu leiðina til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin á að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess.

Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og verður áfram, og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave, auk Fuglaverndar vegna málsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd mun taka málefni kríuvarpsins í Tunguhverfi fyrir að nýju á næsta ári og hafa samráð við fagaðila.

6.Ágangur búfjár - erindi til sveitarstjórna - 2023020056

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram bréf forsvarsmanna umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár, dagsett 4. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað Sambandsins um réttarstöðu sveitarfélaga vegna ágangs búfjár, sem sent var sveitarfélögum 3. febrúar 2023.

Bæjarráð hvatti stjórnvöld til að taka lagaumhverfi málsins til gagngerrar endurskoðunar.

Bæjarráð vísaði erindinu til til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

7.Lausaganga og ágangur búfjár - erindi frá Bændasamtökum Íslands - 2023070020

Lagt fram erindi frá Bændasamtökum Íslands, dags. 6. júlí 2023, er varðar lausagöngu og ágang búfjár.

Erindið var kynnt á 1249. fundi bæjarráðs þann 10. júlí og vísaði ráðið því áfram til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

8.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123

Lögð fram til samþykktar uppfærð samþykkt Ísafjarðarbæjar um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?