Umhverfis- og framkvæmdanefnd

128. fundur 25. janúar 2023 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fatagámar Rauða krossins á Ísafirði ásamt pökkunargám - 2022110114

Dagný Einarsdóttir, formaður Ísafjarðardeildar Rauða krossins, kemur til fundar og ræðir aðkomu Ísafjarðarbæjar að fatasöfnun Rauða krossins sem glímir við aðstöðuleysi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að þessi þjónusta verði samþætt inn í nýtt útboð sveitarfélagsins á sorphirðu.

Gestir

  • Dagný Einarsdóttir - mæting: 09:00

2.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. Endurskoðun - 2022080053

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, um endurskoðun á vetrarþjónustu Ísafjarðarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara vegna endurskoðunar á vetrarþjónustu á Suðureyri ásamt umsögn hverfisráðs Holta- Tungu og Seljalandshverfis.
Starfsmanni nefndar falið að uppfæra reglur í samræmi við minnisblað og með tilliti til innsendra umsagna.

3.Almenningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar innkaupastjóra um komandi útboð á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Jafnframt lagðar fram innsendar umsagnir hverfisráða, grunnskóla og fleiri aðila.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að leggja fram formlega ósk til Vegagerðarinnar um breytingu vetrarþjónustu milli byggðakjarna sveitarfélagsins vegna samþættingar á tímaáætlunum snjómoksturs og almenningssamganga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í íþrótta- og tómstundanefnd og fræðslunefnd vegna reksturs frístundarútu og skólaksturs.

Nefndin samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaði innkaupastjóra.

4.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Á 1226. fundi bæjarráðs, þann 16. janúar 2022, var lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 15. desember 2022.

Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?