Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
126. fundur 30. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grenjavinnsla 2022 - refa- og minkaveiði - 2022060002

Lagður fram tölvupóstur dags. 6. september 2022, frá Steinari Beck Baldurssyni hjá Umhverfisstofnun þar sem er kallað eftir áætlun sveitarfélagsins vegna refaveiða árin 2023 til 2025.
Starfsmanni nefndar falið að yfirfara reglur um greiðslur til refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir næsta fund umhverfis- og framkvæmdanefndar.

2.Tjaldsvæði í Tungudal - framlenging á samning - 2022110018

Lagt fram erindi Gauts Ívars Halldórssonar, f.h. G.I. Halldórsson ehf. þar sem hann óskar eftir framlengingu á samningi um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að samningur G.I. Halldórssonar ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði framlengdur í samræmi við 4. grein verksamnings.

3.Innleiðing á nýju regluverki í sorpmálum - Borgað þegar hent er - 2022060100

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, um stöðu mála vegna innleiðingar á nýju regluverki í úrgangsmálum.
Lagt fram til kynningar.

4.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. Endurskoðun - 2022080053

Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa um algengustu athugasemdir sem starfsfólki Ísafjarðarbæjar berst vegna snjómoksturs í sveitarfélaginu.
Starfsmanni nefndar falið að uppfæra snjómokstursreglur í samræmi við umræður á fundinum og leggja breytingartillögu fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?