Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
121. fundur 21. júní 2022 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnisstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Erindisbréf umhverfis- og framkvæmdanefndar - 2022060101

Erindisbréf umhverfis- og framkvæmdanefndar lagt fram til kynningar ásamt siðareglum kjörinn fulltrúa í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

2.Athugasemdir um lausagöngu búfjár - 2022060009

Lagðar fram athugasemdir íbúa í Holtahverfi á Ísafirði vegna lausagöngu búfjár, sem hafa borist Ísafjarðarbæ í júní 2022.
Óskað er eftir viðbrögðum nefndarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir áhyggjur íbúa á stöðu mála. Nefndin óskar eftir úttekt frá áhaldahúsi og verktaka á stöðu girðinga í nágrenni Holtahverfis.

3.Innleiðing á nýju regluverki í sorpmálum - 2022060100

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 16. júní 2022 þar sem farið er yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu og þær breytingar sem eru í farvatninu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?