Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
120. fundur 06. maí 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Sædís Ólöf Þórsdóttir mætir til fundar klukkan 8:15.

1.Tjaldsvæði á Suðureyri - 2022050023

Sædís Ólöf Þórsdóttir mætir til fundar nefndar og ræðir málefni tjaldsvæðis á Suðureyri.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í hugmynd um bráðabirgðalausn á tjaldsvæði á Suðureyri sumarið 2022. Auglýst verður eftir rekstraraðila og kannaður áhugi. Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að málið var tekið fyrir í skipulags- og mannvirkjanefnd 20. maí 2021 þar sem kallað var eftir frekari gögnum.
Sædís Ólöf Þórsdóttir yfirgaf fundinn klukkan 8:45.

Gestir

  • Sædís Ólöf Þórsdóttir - mæting: 08:15

2.Ósk um samstarf við Ísafjarðarbæ til að leita úrbóta fyrir villta ketti - 2016080022

Lagður fram samningur á milli Villikatta á Vestfjörðum og Ísafjarðarbæjar um að Villikettir hlúi að villi- og vergangsköttum í landi bæjarfélagsins og sporni við fjölgun þeirra. Samningur þessi er gerður skv. heimild i 2. mgr. 24. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að skoða mögulegan kostnað á verkefninu í heild sinni og leggja fyrir nefndina að nýju.

3.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt fram erindi Gauta Geirssonar f.h. Hreinni Hornstranda, dags. 29. apríl 2022 þar sem hann óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið eins og fyrri ár, að Ísafjarðarbær haldi bæði utanum skráningu í ferðina og kosti förgun á ruslinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum sumarið 2022.

4.Römpum upp Ísland - 2022030165

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, og Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 4. maí 2022, vegna verkefnisins Römpum upp Ísland, en óskað er afstöðu nefndarinnar til þess hvort sveitarfélagið vilji veita verkefninu brautargengi, með því að fá verkefnastjóra til að vera tengiliður og vinna áfram að verkefninu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar verkefninu og felur sviðsstjóra að fela Smára Karlssyni, verkefnastjóra að móta tillögur og leggja fyrir nefndina.

5.Framkvæmdaleyfi sveitarfélaga 2022 - 2022040100

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Kristínar Ágústu Björnsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 27. apríl 2022, þar sem vakin er athygli á skilyrðum tilkynningarskyldu leyfisveitenda framkvæmdaleyfa til Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

6.Hundasvæði - 2018060021

Lagt fram erindi frá nokkrum hundaeigendum í Ísafjarðarbæ þar sem er ítrekuð beiðni sem barst umhverfis- og framkvæmdanefnd sumarið 2018, um að hér í bænum verði reist hundagerði/ eða svæði afmarkað sem hundasvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fjallaði um umsóknina á 583. fundi sínum þann 27. apríl 2022 og leggur til lóð á horni Suðurgötu og Mjósunds undir hundagerði.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd styður þá hugmynd að setja upp hundagerði í sveitarfélaginu en bendir á að það liggi fyrir viljayfirlýsing um byggingaráform á lóðinni.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?