Umhverfis- og framkvæmdanefnd

119. fundur 08. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um styrk til rekstrar Gróanda - 2022020018

Lagt fram erindi Hildar D. Arnardóttur, f.h. Gróanda þar sem er óskað er eftir fjárstyrk að upphæð 1.500.000 kr frá Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og finnst verkefnið áhugavert í sambandi við sjálfbærnikennslu. Nefndin vísar erindinu aftur til bæjarráðs.

2.Olíuslys Suðureyri - Fundargerðir aðgerðarstjórnar - 2022030068

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 28. mars 2022 og bréf Náttúrustofu Vestfjarða dags. 25. mars 2022, ásamt minnisblöðum sviðsstjóra af fundum vettvangsstjórnar dags. 9., 10. og 11. mars 2022.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur alvarlegum augum á umhverfisslysið sem olíulekinn á Suðureyri olli. Nefndin kallar eftir upplýsingum um starfsleyfi niðurgrafinna olíutanka og staðsetningu aflagðra tanka innan sveitarfélagsins. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur nauðsynlegt að Matvælastofnun flýti fyrir þeirri vinnu sem hafin er við gerð viðbragðsáætlana vegna olíublautra fugla.

3.Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur 2019-2021 - 2018100087

Tillaga frá 1194. fundi bæjarráðs, sem fram fór 4. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að samið verði við verktaka um snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri um framlengingu samninga til tveggja ára. Bæjarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að nýta framlengingarákvæði samninga um snjómokstur til tveggja ára á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.

4.Kubbi, fjarlæging vegslóða - 2020040047

Framangreind umsókn var afgreidd í bæjarstjórn 16. febrúar s.l. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Ísafjarðarbæjar vegna fjarlægingar þjónustuvegar í Kubba. Fylgigögn eru verklýsing frá Verkís, verðkönnunargögn frá Framkvæmdasýslu Ríkisins og uppdráttur frá Verkís dags. 11.05.2016
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga - 2021120016

Lagður fram tölvupóstur Eygerðar Margrétardóttur dags. 28. febrúar 2022 þar sem samband íslenskra sveitarfélaga efndi til fundar þann 16. mars 2022 þar sem sveitarfélögum var boðið að skrá sig til þátttöku á eftirfarandi námskeiðum:

1. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku

2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga

3. Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað
Lagt fram til kynningar.

6.Neysluvatnssýni 2022 - 2022030162

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 28. mars 2022, ásamt skýrslu um neysluvatnssýni sem tekið var á Flateyri 21. mars. Sýnið stóðst gæðakröfur.
Lagt fram til kynningar.

7.Frárennslismál við Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði - 2022040001

Lagt fram erindi íbúa við Skógarbraut 3 og 3a, dags. 31. mars 2022, þar sem er krafist úrbóta í frárennslismálum, strax á árinu 2022.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að forgangsraðað verði í frárennslismálum sveitarfélagsins eftir ástandi lagna og umhverfi þar sem viðtaki er kominn að þolmörkum.

8.Tjaldsvæði Flateyrar - rekstur - 2021050025

Lagður fram tölvupóstur Kristínar Pétursdóttur f.h. Litlabýlis ehf. dags. 1. apríl 2022, þar sem rekstri tjaldsvæðisins á Flateyri er sagt upp.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að rekstur tjaldsvæðis á Flateyri verði boðinn út fyrir árið 2022. Sveitarfélagið mun útvega sturtugám á svæðið fyrir sumarbyrjun 2022. Nefndin leggur til að mótaðar verði reglur um rekstur tjaldsvæða í sveitarfélaginu.

9.Brekka á Ingjaldssandi, framkvæmdaleyfisumsókn til að loka skurðum - 2021090060

Lögð fram umsókn frá Einari Bárðarsyni hjá Votlendissjóðnum, um framkvæmdaleyfi f.h. eigenda Brekku, Ingjaldssandi í Önundarfirði, fyrir endurheimt votlendis með uppfyllingu í skurði. Formleg umsókn barst rafrænt 14. mars 2022 jafnframt er lagt fram er erindisbréf ásamt lofmynd með afmörkun 3ja framkvæmdasvæða, dags. 14. júní 2021 sem barst með tölvupósti 14. September 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?