Umhverfis- og framkvæmdanefnd

113. fundur 30. nóvember 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Vinnufundur vegna stefnumótunar umhverfis- og framkvæmdanefndar í aðalskipulaginu.

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hittist og fer yfir, endurskoðar og mótar stefnu um umhverfis- og náttúruverndarmál í aðalskipulagi.

Um er að ræða kafla um NÁTTÚRU OG SAMFÉLAG í greinargerðinni.

Undirkaflar eru:
- 2 STAÐHÆTTIR sem fjallar um forsendur.
- 3 NÁTTÚRUVÁ sem fjallar um loftslagsbreytingar og sjávarrof.
- 4 LÍFRÍKI OG LANDSLAG sem fjallar um náttúruminjar, hverfisvernd í dreifbýli, friðlýst svæði og skógrækt.
- 5 VATN, LOFT OG HLJÓÐ
- 6 ÓBYGGÐ SVÆÐI
-10 ÚTIVIST, OPIN SVÆÐI OG ÍÞRÓTTIR, Almenn útivistarsvæði skv. töflu 10.1 og kafla 10.1 Hverfisvernd, skrúðgarðar.

Er núverandi stefna fullnægjandi (engar breytingar).
Hvað hefur breyst í núverandi stefnu, hvað er búið að gera og dettur út, ný viðhorf, nýjar áætlanir, framtíðarsýn. Hefur breytingin áhrif á landnotkun?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd kemur fram sínum athugasemdum við vinnu við uppfærslu á aðalskipulagi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?