Umhverfis- og framkvæmdanefnd

112. fundur 09. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:24 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyrar, fjórða áfanga.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Lagt fram.

2.Tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfisskýrslu - 2021100097

Lagt fram bréf Kolbeins Árnasonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 22. október 2021, þar sem kynnt er að tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu burðarþolsmats og áhættumats erfðablöndunar á Austfjörðum og Vestfjörðum, hafi verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnframt lögð fram fylgiskjölin sem birt eru í samráðsgáttinni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni umhverfis- og eignasviðs að vinna málið áfram.
Steinunn Guðný Einarsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.

3.Sorpmál 2018 - útboð 2017 - 2016090021

Arngrímur Sverrisson hefur f.h. Terra óskað eftir framlengingu á sorpsamningi Terra við Ísafjarðarbæ, verksamningur var undirritaður 8. desember 2017.
Fylgigögn eru tölvupóstur frá Arngrími Sverrissyni dags. 1. nóv 2021 og undirritaður verksamningur dags. 8. des. 2017.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að núgildandi samningur verði rýndur með hliðsjón af breytingu á lögum á hollustuháttum og mengunarvörnum, nr. 7/1998.
Steinunn Guðný Einarsdóttir mætti aftur til fundar 8:37 undir þessum lið.

4.Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021110026

Lögð fram fjárfestingar og framkvæmdaáætlun ársins 2021, um er að ræða stöðu fjárfestinga frá janúar til september.
Gögn lögð fram.
Anton Helgason mætir til fundar klukkan 9:00 undir þessum lið.

5.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Formanni heilbrigðisnefndar Vestfjarða og Antoni Helgasyni hjá Heilbrigðiseftirliti er boðið til fundar, vegna óska um aukið vinnuframlag frá Heilbrigðiseftirliti vegna númerslausra bíla í sveitafélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar verkefninu og telur það mjög brýnt. Nefndin leggur áherslu á að því verði komið á laggirnar fyrir árið 2022. Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir frekari gögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða vegna kostnaðar.

Fundi slitið - kl. 09:24.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?