Umhverfis- og framkvæmdanefnd

108. fundur 15. júní 2021 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram drög að fjárfestingaáætlun 2022-2032 til umræðna.
Sviðsstjóra falið að leggja fram minnisblað um fjárfestingaverkefni næstu ára í tengslum við gatnagerð, opin svæði, vatnsveitu og fráveitu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslur á að vinna vel með öllum byggðakjörnum að því að móta framtíðarsýn í umhverfismálum.

2.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

3 tillögur að stað fyrir lokað, girt svæði til geymslu á númeralausum bifreiðum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að heimila afnot af lóðinni við Mávagarð E undir geymslu á númeralausum bílum til bráðabirgða. Óskað er eftir áliti bæjarlögmanns á umboði sveitarfélagsins.

3.Landgræðsluáætlun 2021 -2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2021050022

Landgræðslan óskar, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, eftir umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og umsögn um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar á fundi sínum þann 27. maí 2021
Lagt fram til kynningar.

4.Skógrækt 2021-2031 og drög að landsáætlun ásamt umhverfismati áætlunar - 2021050048

Hrefna Jóhannesdóttir f.h. Skógræktarinnar, óskar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Tilefni mótunar nýrrar stefnu, landsáætlunar í skógrækt, byggir á 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Þar segir: Ráðherra gefur út eigi sjaldnar en á fimm ára fresti landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Landsáætlunin skal kveða á um stefnu stjórnvalda þar sem fjallað er um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt.

Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

Skiptar skoðanir voru meðal aðila í verkefnisstjórn áætlunarinnar sem leiddi til þess að samið var minnihlutaálit. Það er að finna á sama stað og er einnig hægt að skila inn athugasemdum um það.

Nánari upplýsingar og skjöl til umsagnar er að finna á heimasíðu Skógræktarinnar, sjá: https://www.skogur.is/is/nyskograekt/landsaaetlun-i-skograekt/landsaaetlun-i-skograekt/drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt-2021-2025

Umsagnarfrestur er til 18. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Ákall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni - 2021050046

Lagður fram tölvupóstur Péturs Halldórssonar, f.h. Skógræktarinnar og Landgræðslunnar, dags. 10. maí 2021, ásamt fylgigögnum, þar sem skorað er á sveitarfélög að taka Bonn-áskoruninni, sem er alþjóðlegt átak um útbreiðslu skóga.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar á 1153. fundi sínum sem fram fór þann 17. maí 2021.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að Bonn áskorunin eigi fullt erindi inn í framtíðarsýn Ísafjarðarbæjar og vísar til vinnslu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032.

6.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060

Á 1155. fundi bæjarráðs þann 31. maí 2021 mættu Jóhann Birkir, Hildur Dagbjört og Gísli Eiríksson til fundar við til umræðu um mögulega gróðursetningu á Hafrafellshálsi, auk annarra mála tengdum skógræktarmálum.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að kalla eftir uppfærðri tímaáætlun frá Ofanflóðasjóði, um að afmá veginn eins og fyrirhugað er.

Bæjarráð vísaði málinu jafnframt til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd, og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Hugmyndir Skógræktarfélags Ísafjarðar lagðar fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd ítrekar að áætlun um að afmá veginn upp Hafrafellsháls sé enn í gildi og tekur undir bókun bæjarráðs og kallar eftir tímaáætlun um verkframvindu.

7.Umhverfissjóður sjókvíaeldis - 2018010071

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Önnu Finnbogadóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 20. maí 2021, þar sem kynnt er úttekt á Umhverfissjóði sjókvíaeldis, sem fylgir með í viðhengi. Meðfylgjandi er jafnframt frétt sem Vestfjarðastofa hyggst birta um sjóðinn.

Á 1155. fundi bæjarráðs þann 31. maí 2021 var málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á úthlutun Umhverfissjóðs sjókvíaeldis til að styðja við rannsóknir og uppbyggingu í nærumhverfi eldisstöðva.

8.Aspir á Þingeyri, við Aðalstræti - 2021060020

Gerður Matthíasdóttir, Þingeyri, óskar eftir snyrtingu og fjarlægingu á öspum við Aðalstræti á Þingeyri sem eru á opnu svæði bæjarins. Fylgigögn eru myndir og samþykkt um verndun trjá í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir umsögn hverfisráðsins á Þingeyri.

9.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fól sviðsstjóra að vinna málin áfram fyrir græna viku í lok maí.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir ábendingar hverfisráða og óskar eftir að garðyrkjudeild komi til móts við óskir hverfisráða eins og kostur er.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?